Sarpur | nóvember, 2012

Oreo Múffur

3 Nóv

Það er líklegt að þessi færsla muni vekja mikla lukku. Oreo múffurnar mínar hafa vakið vinsældir í langan tíma. Bros stekkur á hvert andlit, fiðrildin flögra um í maganum og munnvatnskirtlarnir framleiða sem aldrei fyrr. Ef þú ert hrifin af súkkulaði. Ef þú ert hrifin af Oreo kexi. Ef þú ert hrifin af rjóma. Ef þú ert hrifin af hamingju í kökuformi. Þá eru Oreo múffurnar eitthvað fyrir þig.

Munið þið eftir súkkulaðimúffuuppskriftinni sem ég setti inn þann 18. september? Það er einmitt grunnurinn að Oreo múffunum. Oreo múffur eru einfaldlega súkkulaðimúffur með viðbættu Oreo og rjóma. Og örlitlu aukalega til að gera rjómann meira gourme.

Hér má sjá Oreo múffur og ég læt uppskriftina fylgja – Ef ske kynni að þig langaði líka í hamingju í kökuformi ❤

 

Oreo Múffur

Innihaldsefni:

Súkkulaðimúffur

1 peli rjómi

1/4 pakki Royal vanillubúðingur

2 pakkar Oreo kex

Aðferð:

Bakið súkkulaðimúffur og látið kólna. Þeytið pela af rjóma saman við 1/4 pakka af Royal vanillubúðing. Skerið hvert kex til helminga, þannig að til sé helmingur ofan á hverja múffu. Skafið kremið af afganginu af kexinu, myljið það niður og blandað mylsnunni varlega saman við rjómann.

Rjómanum er sprautað ofan á múffurnar og hálfu Oreo kexi stungið ofan í hann.

Verði ykkur að góðu!